Ágætis afþreying

Ég fór nú ekki á frumsýninguna en var svo heppinn að mér var boðið á aðra sýningu sem var í gær, 28. des. Þetta var fyrsta uppfærslan sem ég sé á Jesus Christ Superstar og var ég mjög hrifinn. Mér fannst Krummi standa sig ansi vel í þessari mjög svo rokkuðu útgáfu af þessu gamla leikriti, og óhætt er að segja að hann hafi komið mér skemmtilega á óvart þar sem maður vissi ekki alveg hvernig leikhæfileikar hans væru.

Ég hef gaman að rokki og fannst þetta því mjög flott en ekki er víst að þeir sem vilja ekki hafa smá hávaða og læti verði jafn hrifnir.

Það sem stendur samt upp úr þessari sýningu er hljómsveitin sem spilaði mjög vel, Ingvar E kom skemmtilega á óvart (vissi ekki að karlinn væri svona seigur söngvari) en fyrst og fremst var það Jenni úr Brain Police sem stóð upp úr, fannst hann skila sínu hlutverki sem Júdas einstaklega vel.

Ef ég þyrfti að gefa stjörnur myndi ég sennilega gefa 3 1/2 af 5. Flott leikrit og skemmtileg uppsetning. 


mbl.is Sko, engin naglaför
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband