Eg verd nu ad segja ad eg er mjøg anægdur med Syn og framtakssemi theirra i ad syna ithrottir i islensku sjonvarpi. Gaman lika ad sja ad Gulli verdur enn med thetta enda godur lysari, vona svo bara ad rallykappinn (heitir hann ekki ørugglega Runar) verdi med honum, their eru gott tvieyki.
En eitt er thad nu samt sem fer adeins fyrir brjostid a mer og thad er blessad rikissjonvarpid okkar, ruv. Er theim alveg sama tho ad their seu nanast ekki med neinar utsendingar fra ithrottum, handbolta einstøku sinnum sem their sinna alls ekki nogu vel, nema rett thegar eitthvad stormotid er i gangi. Thar sem allir eru skyldugir til ad borga fyrir ruv finnst mer alveg lamark ad thad se eitthvad af øllu a thessari blessudu stød. Thegar eg var heima um jolin horfdi eg ekki neitt a ruv, thad virtist einhvernveginn aldrei vera neitt sem hægt var ad horfa a thad.
Ekki hlakka eg til ad koma heim og thurfa ad borga fyrir eitthvad sem eg aldrei nota, og øllum sem koma ad rikissjonvarpinu virdast vera nokk sama. Audvitad verdur ad vera eitt rikissjonvarp, en thad verdur tha ad vera hægt ad horfa a eitthvad annad heldur en frettir og aramotaskaup i thvi.
Gunnlaugur ráðinn umsjónarmaður útsendinga Sýnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Verð nú bara að viðurkenna að ég held að Sýn muni ekki ná að sýna þessari íþrótt virðingu.
Nema að stofna nýja stöð og rukka okurverð fyrir þá stöð. Í dag eru laugar- og sunnudagar pakkaðir frá A-Ö og það eina sem mun gerast verður að enn mun draga úr sýningum íslenskra viðburða, eins og knattspyrnu og körfubolta, auk þess sem að fyllt verður upp í málið með eyðilegum þáttum um ekki neitt.
Magnús Þór Jónsson, 4.1.2008 kl. 12:42
Alveg sammála að Syn eigi að vera íþróttastöð.En þegar áskriftin er kominn í 7000-8000.á mánuði.Spyr maður sig er ekki orðið dýrt að borga fyrir 1200o.mánuði til að horfa á sjónvarp. Hvaða kostar að horfa á enska boltan og meistaradeildina í Danmörku?
Aðalsteinn R Björnsson (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 16:13
Hjá mörgum fyrirtækjum hér í Dk er hægt að velja um stóran eða lítinn "pakka". Í litla pakkanum er bara örfáar danskar sjónvarpsstöðvar auk nokkurra annara frá nágrannalöndunum og svo margar á arabísku hehe. En ég er með stóran pakka og þar er fullt af dönskum, auk eurosport og margra annarra alþjóðlegra stöðva, ekki ósvipað og fjölvarpið var heima. Fyrir það er ég að borga ca 7000 kr islenskar fyrir 3 mánuði, þar er ég með stöð sem sýnir nokkra leiki í ensku deildinni hverja helgi en er samt ekki aðalstöðin (það þarf annan pakka til þess) en aftur á móti er ég með tvær stöðvar sem sýna meistaradeildina, sem gerir möguleika á 4 leikum á viku þegar deildin er, sem er bara nokkuð gott að mínu mati.
Atli Már Ólafsson, 4.1.2008 kl. 22:23
Sæll Atli Syn býður 300.milljónir á ári fyrir enskaboltann 70.prósent hærra heldur en skjásport á sínum tíma.Bara til að koma þeim útaf markaðnum.Og eru með bikarleikina á sýn og leiki deildinni syn2.Sá sem tekur Syn2. í Janúar nær 2.umferðum þarf borga fyrir það 4690.Ég fylgist með Liverpool (eins og flestir)ég næ 2.leikjum. 2345.leikurinn.
Aðalsteinn R Björnsson (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 23:50
Hvað er Sýn að bjóða núna? Sýn og Sýn 2 á 7.500.- á mánuði eða u.þ.b. Með því að binda sig í 12 mánuði, NEI takk..... Þá myndi ég frekar fara út í að fjárfesta í gervihnattadisk ( um 50.000.-) og síðan borga áskriftina (um 5.500.- á mánuði ) og kaupa SKY-pakkann. Þar er maður með alla leikina í Meistaradeildinni + leiki í ensku úrvalsdeildinni, og einnig getur maður séð Formúluna og er umfjöllunin þar einnig miklu betri en hér. Reynda er, eina og ég sagði, startkosnaðurinn þó nokkur en menn geta þá sagt upp Stöð 2 og Sýn 2. Einnig hafa menn kvartað yfir lítiilli íþróttaumfjöllun hjá RÚV, en sumir sem eru bara með RÚV hata íþróttir og vilja ekki sjá neinar beinar útsendingar þar. Það sem RÚV er að gera er að reyna að uppfylla einhver ákveðin "kvóta" sem þeim hefur verið settur með umfjöllun um ýmiss málefni, m.a. íslenskt efni (Kastljós fellur undir íslenskt efni). En 365 er fyrirtæki sem á að sýna hagnað og þeir nota öll meðul til að ná sér í besta efnið, þar af leiðandi hlýtur viðskiptavinurinn þurfa að borga meira og meir.
Doddi (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 10:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.